Í sumar mættu níu sjálfboðaliðar í Úlfljótsvatnsbæinn í stað fimm eins og verið hefur undanfarin ár og því óhætt að segja að sumarið hafi verið mjög annasamt! Verkefnið var, eins og fyrr, unnið í samstarfi við Rannís (landsskrifstofu ESC á Íslandi) og félagasamtök í nokkrum Evrópulöndum og styrkt af European Solidarity Corps verkefni ERASMUS+ sjóðsins. Styrkurinn er veittur af Evrópusambandinu til að stuðla að hreyfanleika ungmenna og mikilvægrar og gagnlegrar starfs- og félagslegrar reynslu.
Sjálfboðaliðarnir dvöldu í fimm mánuði, frá maí til september og á þeim tíma gátu þau ferðast mikið, kynnst íslenskri menningu og öðlast margvíslega færni í og þekkingu á umsýslu náttúru og endurheimt vistkerfa. Sumarið var fullt af ævintýrum, afþreyingu og uppgötvunum og mikið að gera hjá þessum frábæra hópi.
Að ofan og f.v.: Vincenzo (Ítalía), Ferran (Spánn), Julien (Frakkland), Julita (Pólland), Paolo (Ítalía), Joandra (Spánn), Marc (Spánn), Ilvy (Austurríki), Anna-Lena (Austurríki) og Bero (Þýskaland).
Eitt helsta verkefni sjálfboðaliðanna var heimsækja skógræktarfélög víða um land. Í ár fóru þau til Patreksfjarðar á Vestfjörðum, Stykkishólms, Ólafsvíkur og Hellissandar á Snæfellsnesi og Akranes og Mosfellsbæjar á Suðvesturhorninu.
Sjálfboðaliðarnir fóru tvisvar sinnum til Akraness, viku í senn, þar sem þau aðstoðuðu Skógræktarfélag Akraness við hin ýmsu verkefni tengd skógrækt; við umpottun og gerð asparstikklinga til gróðursetninga síðar, grasslátt, gróðursetningu og gerð nýrra skurða til að bæta vatnsflæði.
Sjálfboðaliðarnir unnu undir handleiðslu Narfa Hjartarsonar, verkstjóra þeirra og Jens Baldurssonar, formanns Skógræktarfélags Akraness.
Í Mosfellsbæ unnu þau í Hamrahlíðarskógi við opnun nýs skógarstígar og að bættu aðgengi almennings með gerð nýs stígs.
Joandra, Ferran, Ilvy og Vincenzo með Einari Erni Jónssyni, verkefnisstjóra frá Skógræktarfélagi Íslands og Samson Bjarnari Harðarsyni, stjórnarmanni í Skógræktarfélag Mosfellsbæjar.
Farið var í tveggja vikna langa ferð til Ólafsvíkur, þar sem sjálfboðaliðarnir snyrtu svæði í Réttarskógi, auk þess að laga stíga og búa til ræsi úr steinum, til að tryggja vatnsrennsli af stígunum þar. Einnig var hópurinn á Hellissandi um tíma við að planta og viðhalda stígum í Tröð og klippa lúpínu frá ungum plöntum svo þær yxu vel um sumarið.
Joandra, Julien, IlvyJoandra, Julien, Ilvy, Ferran og Vincenzo lutu verkstjórn Narfa Hjartarsonar og formanna beggja félaganna – Vagns Ingólfssonar í Ólafsvík og Lydíu Rafnsdóttur í Hellissandi.
Einnig var dvalið í tvær vikur í Stykkishólmi þar sem sjálfboðaliðarnir unnu í skóginum við stígagerð, greinaklippingu og grisjun. Sérstaklega spennandi verkefni var að búa til „skógarsófa“ í Grensássskógi fyrir útikennslu í grunnskóla bæjarins og var nýtt til þess timbur úr skóginum og útbúið limgerði. Sjálfboðaliðarnir fengu að vinna með hópi íslenskra ungmenna sem þau gátu tengst og lært af.
Skógræktarfélag Stykkishólms stóð sig vel í að fá samfélagið til að taka vel á móti sjálfboðaliðunum og fengu þau boð frá gufubaðsklúbbi bæarins um að slaka á eftir vinnu og njóta þess að dýfa sér í sjóinn, tóku þátt í grillveislum með heimafólki, fengu ferskan fisk til matseldar og fengu sjóferð til að kynnast dýralífi og menningu svæðisins og kíkja á hina frægu eyju Hrísey.
Julita, Bero, Paolo og Anna-Lena nutu leiðsagnar by Gabriel Pic, sem var einn upphafsmaður sjálfboðaliðaverkefnisins hjá Skógræktarfélagi Íslands árið 2015, sem mætti til sinnar gömlu vinnu í sumar og Björns Ásgeirs Sumarliðasonar, formanns Skógræktarfélags Stykkishólms.
Hópurinn var í viku á Patreksfirði þar sem sjálfboðaliðarnir hjálpuðu til við grisjun birkiskógar og gerð nýrrar gönguleiðar í Litladal með trjákurli úr efniviði skógarins. Markmiðið var að opna skóginn til útivistar, gera hann aðgengilegri og skemmtilegri fyrir íbúa bæjarins. Skógræktarfélag Patreksfjarðar bauð hópnum í leikhús og fékk hópurinn að gista í fallegu sumarhúsi.
Annað mikilvægt verkefni var að gróðursetja tré á landinu umhverfis bæinn á Úlfjótsvatni og öðrum stöðum á Suðvesturlandi. Í sameiningu gróðursettu þau bæði innlend (birki) og erlend tré (greni, furu, elri). Einnig gróðursettu þeir nokkur þúsund alaskaaspir á svæði sem vaxið er alaskalúpínu. Flestar plönturnar, sem Kolviður útvegaði, eru ætlaðar til kolefnisbindingar. Við gróðursetningu trjánna var m.a. endurplantað á svæðum þar sem hluti trjáa, sem gróðursett höfðu verið árin á undan, höfðu ekki lifað af erfið íslensk veðurskilyrði.
Með þessu frábæra starfi náði sjálfboðaliðahópurinn að vera sá hópur sem kláraði gróðursetningu í þá 470 ha af landinu okkar sem var ætlað til endurheimtar skóga og kolefnisbindingar á Úlfljótsvatni!
Einnig var hugað að Úlfljótsvatnsbænum og nágrenni hans til að fegra umhverfið og auka möguleika til ræktunar og geymslu plantna þar. Hópurinn útbjó alveg nýjan kartöflugarð (kartöflurnar voru svo teknar upp um haustið og nýttar í matinn). Einnig bættu þau við tveimur skjólbeltum með ýmsum trjám og runnum í kringum garðinn og geymsluna til að verja það hann fyrir vindi. Trén hafa vaxið og dafnað í sumar og munu brátt veita alvöru skjól fyrir veðrinu! Þau færðu einnig til sjálfsáðar stafafurur í hentugri staði í skóginum á Úlfljótsvatni, þar sem nýta má þær sem jólatré í framtíðinni. Að auki unnu þau aðeins að viðhaldi í skóginum í Brynjudal.
Síðast en ekki síst vann hópurinn í Vinaskógi þar sem þau fengu að hitta Höllu Tómasdóttur, nýkjörinn forseta Íslands. Hún þakkaði þeim persónulega fyrir þeirra vinnu og elju við að hjálpa íslensku samfélagi að hugsa um skógana og vekja athygli á mikilvægi aðgerða í umhverfismálum.
F.v.: Cecile Willoch (sendiherra Noregs á Íslandi), Bero, Anna-Lena, Ilvy, Paolo, Halla Tómasdóttir (forseti Íslands), Julita, Julien og Vincenzo.
Enn eitt líflegt ár á Úlfljótsvatni. Sjálfboðaliðar okkar hafa enn og aftur afrekað miklu á þessum fimm mánuðum og allir, ekki síst skógræktarfélögin í landinu, eru mjög ánægðir með starf þeirra og krafta. Lífið í Úlfljótsvatni er gott og mörg spennandi verkefni bíða komandi hópa!
Myndir: Anna-Lena Aichner, Jens Baldursson, Paolo Vanoli, Narfi Hjartarson, Julien Dubos, Gabriel Pic, Elisabeth Bernard, Vagn Ingólfsson, Lydía Rafnsdóttir, Bero Vetter, Ilvy Gadner.
Comments